Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. maí 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Gel­son Fern­and­es ákveður að leggja skóna á hilluna
Gelson Fernandes.
Gelson Fernandes.
Mynd: Getty Images
Gelson Fernandes, miðjumaður Eintracht Frankfurt, hefur tilkynnt að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Fernandes verður 34 ára í september en hann hefur verið í atvinnumennskunni í fimmtán ár.

Hann lagði landsliðsskóna á hilluna 2018 eftir að hafa leikið 67 landsleiki fyrir Sviss. Hann hefur fagnað tveimur titlum á ferlinum, varð svissneskur bikarmeistari með Sion 2006 og þýskur bikarmeistari með Frankfurt 2018.

Í yfirlýsingu segir hann að nú sé rétti tímapunkturinn til að láta staðar numið.

Frankfurt er í 12. sæti þýsku deildarinnar en keppni fer aftur af stað á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner