Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. maí 2020 09:50
Aksentije Milisic
Hafnar Gomes nýjum samningi frá Man Utd? - Chelsea og Barcelona áhugasöm
Mynd: Getty Images
Þegar Angle Gomes skoraði sigurmark Manchester United í leik gegn Tottenham í æfingaferðalagi liðsins í Shanghai á síðasta ári, virtist framtíðin vera björt hjá stráknum á Old Trafford.

Þetta var fyrsta mark Gomes fyrir aðallið United og þá virtist hann vera sanna það að hann hafi það sem þarf til að slá í gegn hjá liðinu. Mikið hefur verið talað um hann í akademíunni hjá United.

Átti þetta að vera tímabilið hans Gomes? Mun hann vera einn af þeim ungu og spennandi leikmönnum sem mun brjóta sér leið inn í aðalliðið og spila hlutverk í nýju og ungu Manchester United liði undir stjórn Ole Gunnar Solskjær? Svarið er nei.

Tíu mánuðum eftir sigurmarkið gegn Tottenham hefur Gomes aðeins spilað sex leiki fyrir liðið, þrjá í byrjunarliðinu og þeir komu allir í Evrópudeildinni. Ekkert mark og engin stoðsending og nú fer samningurinn hjá þessum 19 ára strák að renna út hjá United og illa gengur að fá hann til að skrifa undir nýjan.

Í lok næsta mánaðar verður Gomes samningslaus en Barcelona hefur fylgst með gangi mála hjá honum í töluverðan tíma. Þá eru Inter og Dortmund sögð hafa áhuga á honum. Einnig hafa Arsenal og Chelsea einnig verið orðuð við Gomes.

United hefur boðið honum nýjan samning sem hljómar upp á 30 þúsund pund á viku.
Athugasemdir
banner