Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 14. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane klár í slaginn um leið og boltinn byrjar að rúlla
Mynd: Getty Images
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham og fyrirliði enska landliðsins, bjóst við að missa af lokakafla tímabilsins vegna meiðsla. Hann mun þó ekki missa af lokasprettinum þökk sé kórónuveirufaraldrinum sem lamaði knattspyrnuheiminn meðan Kane náði sér af meiðslunum.

Kane segist vera í góðu standi og ljóst er að hann verður afar mikilvægur í síðustu umferðunum. Tottenham er í baráttu um Evrópusæti og var gengi liðsins herfilegt í fjarveru Kane. Fimm sigrar, fjögur jafntefli og sex töp.

„Ég er eins góður og ég get verið. Ég er að gera sömu æfingar og restin af liðinu og ætti að vera klár í slaginn um leið og tímabilið fer aftur af stað, hvort sem það verður eftir einn, tvo eða þrjá mánuði," sagði Kane, sem var svo spurður út í líðan liðsfélaga sins Dele Alli eftir að brotist var inn til hans.

„Ég talaði við hann daginn eftir. Hann var enn reiður og í smá sjokki eftir atvikið, sem er eðlilegt held ég."

Sjá einnig:
Kane orðinn heill
Harry Kane kaupir aðalauglýsinguna á treyjum Leyton Orient
Brotist inn til Alli - Kýldur og ógnað með hníf
Athugasemdir
banner
banner