Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Bayern gerðu öfugt við það sem Pep lagði upp með
Mynd: Getty Images
Real Madrid valtaði yfir þáverandi Meistaradeildarmeistara Bayern Munchen í leik í Meistaradeildinni árið 2014. Domenec Torrent, þáverandi aðstoðarmaður Pep Guardiola, segir frá því að lykilleikmenn Bayern hafi ekki viljað hlusta á upplegg Pep fyrir leikinn og farið sínar eigin leiðir.

Real Madrid vann leikinn 4-0 svo augljóst er að ef leikmenn hlustuðu ekki, eins og Torrent vill meina, þá hafði það alls ekki jákvæða útkomu ef úrslit leiksins eru skoðuð. Madrid hafði sigrað fyrri leikinn í undanúrslitunum 1-0 á heimavelli sínum, Santiago Bernabeu.

Skyndisóknarbolti Real fór illa með Bæjara og þurftu Madridingar að hafa furðu lítið fyrir sigrinum. Sergio Ramos og Cristiano Ronaldo skoruðu tvö mörk hvor.

Torrent segir að Guardiola hafi viljað fara með þolinmæði inn í leikinn en leikmenn hafi hunsað þau fyrirmæli og spiluðu djarft frá byrjun. „Lykilleikmenn vildu koma inn með stormi," sagði Torrent við Kicker.

„Mögulega þó við hefðum farið eftir uppleggi Pep hefðum við tapað 0-5, hver veit."

Pep hefur sjálfur sagt að hann hafi lagt upp leikinn vitlaust og þetta hafi verið mistök af sinni hálfu, hans stærstu á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner