fim 14. maí 2020 15:34
Elvar Geir Magnússon
Potter hefur áhyggjur
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
Graham Potter, stjóri Brighton, hefur rætt við fjölmiðla um þær áætlanir að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað í júní.

„Það eru að sjálfsögðu áhyggjur. Við erum að koma út úr einangrun og það er ekki búið að leysa málin," segir Potter.

„Ég á unga fjölskyldu. Það eru heilsuvandamál í fjölskyldu konunnar minnar. Við erum manneskjur."

„Það eru alvarleg heilsufarsleg vandamál sem herja á okkur. Það er engin lausn til sem er vitað að muni virka. Sem þjálfari væri auðvitað gott að sjá leið til að halda áfram."

„Við höfum ekki spilað í þrjá mánuði. Hvað gerist ef leikmaður greinist með veiruna? Þetta er gríðarlega flókið mál."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner