Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. maí 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Viaplay sýnir þýska boltann á Íslandi
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Sportpakki Viaplay verður til sölu á Íslandi frá og með morgundeginum, 15. maí. Streymisþjónustan Viaplay er með útsendingarréttinn frá þýsku Bundesligunni hér á landi.

Þýski boltinn byrjar að rúlla um helgina en stórleikur umferðarinnar er viðureign Borussia Dortmund og Schalke. Viaplay mun sýna hann með íslenskri lýsingu.

Þýska deildin er fyrsta stóra deildin í Evrópu sem fer aftur af stað eftir að kórónaveiran stöðvaði fóboltann og verður hægt að horfa á alla leiki í gegnum Viaplay.

Viaplay á einnig réttinn hér á landi á dönsku, sænsku og hollensku deildinni ásamt franska bikarnum og frönsku kvennadeildinni. Þá verður Copa America 2021 á Viaplay.

Sportpakki Viaplay kostar 1.599 krónur á mánuði en hér má lesa fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner