lau 14. maí 2022 06:00
Victor Pálsson
Velur Son frekar en Salah og De Bruyne
Mynd: Getty Images

Mohamed Salah eða Kevin de Bruyne eru ekki bestu leikmenn tímabilsins á Englandi að sögn Gabriel Agbonlahor, fyrrum leikmanns Aston Villa.


Agbonlahor er ansi umdeildur sparkspekingur en hann lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir langa dvöl hjá Villa og lék þá þrjá leiki fyrir England frá 2008 til 2009.

Margir telja að Salah, De Bruyne eða Sadio Mane séu líklegastir til að fá verðlaun sem leikmaður tímabilsins en Agbonlahor er ekki sammála.

Þessi fyrrum eldfljóti framherji velur þess í stað Heung-Min Son, leikmann Tottenham, sem hefur gert 21 mark á tímabilinu.

Son hefur samtals spilað 33 leiki og skorað 21 mark en hann er ekki vítaskytta liðsins heldur er það verkefni í höndum Harry Kane.

„Veistu hvern ég myndi velja? Ég veit að þetta gæti verið umdeilt en Heung-Min Son, hann hefur skorað 19 eða 20 mörk í deildinni án þess að taka vítaspyrnu," sagði Agbonlahor.

„Hann hefur verið sjóðandi heitur, hægri fótur, vinstri fótur hann er að negla þessu inn. Ef ég mætti velja einn leikmannn núna yrði hann fyrir valinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner