Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. júní 2017 14:33
Elvar Geir Magnússon
Davíð Oddsson blandar sér í umræðuna um Eið Smára
Eiður hefur lýst yfir áhuga á að verða yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.
Eiður hefur lýst yfir áhuga á að verða yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, blandar sér í umræðuna um Eið Smára Guðjohnsen og möguleika á því að hann verði gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá KSÍ.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur talað fyrir því að setja upp þessa stöðu.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði í útvarpsviðtali á K100 að Eiður gæti varla fengið starfið því hann hefur ekki tilskilin þjálfararéttindi.

Í Staksteinum Morgunblaðsins blandar Davíð sér í umræðuna um þetta mál.

„Það var snilldarleikur hjá okkar frábæra landsliðsþjálfara þegar hann taldi að Eiður Guðjohnsen gæti ekki tekið að sér umsjón með knattspyrnumálum vegna þess að hann hefði ekki íslenskt þjálfaraskírteini. Eiður hefur frá því hann man eftir sér verið í þjálfun hjá fremstu þjálfurum veraldar," skrifar Davíð.

„Fengi Lewis Hamilton ekki bílaleigubíl hér hefði hann ekki ökuskírteini gefið út af sýslumanni á Hólmavík? Mörgum þykir sjálfsagt að „fagmenn“ taki ákvarðanir sem fulltrúar fólksins með stjórnmálalega ábyrgð og ábyrgð að lögum tóku áður."

Sjá einnig:
Guðni: Eiður myndi alltaf koma til greina í þessa stöðu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner