Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. júní 2018 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Álitsgjafar svara: Hver er lykillinn til að vinna Argentínu?
Icelandair
Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson á landsliðsæfingu í vikunni.
Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á HM klukkan 13:00 í Moskvu á laugardaginn.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að rýna í leikinn.

Hver er lykillinn fyrir Ísland til að vinna Argentínu?

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks
Fara í leikinn með trú og vilja til að sigra eina bestu knattspyrnuþjóð heims og Messi, byrja leikinn af krafti og koma leikmönnum Argentínu í opna skjöldu og úr fókus. Pressan er öll á leikmönnum Argentínu en við litla Ísland með stóra hjartað munum njóta augnabliksins sem mun gefa okkur góð úrslit. Liðsheildin, baráttan og skipulagið verður gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland í þessum leik og að okkar menn nái að stjórna hraða leiksins með ýmsu ráðabruggi þjálfaranna, t.d. okkar frægu innköst, horn o.fl. Trúin á að við séum með frábært fótboltalið þarf að vera til staðar í 90 mín +, sjálfstraust til að geta haldið bolta innan liðs og að geta skorað á móti hvaða andstæðing sem er. Reynslan frá Evrópukeppninni í Frakklandi mun vega þungt en TeamIceland, leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og allir sem koma að undirbúningi liðsins verði klárir þegar flautan gellur. Svo er alltaf gott að hafa að leiðarljósi gott mottó til að sigra leiki sem er að „Skora meira en andstæðingurinn“

Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals
Heimir verður bara að líta á þetta sem tannlæknatíma. Verðum að byrja leikinn á að sitja þétt í stólnum galopna Argentínu mennina, tannþræða okkur í gegnum vörnina hjá þeim, deyfa öftustu línu hjá þeim og bora boltanum í netið. Svo þarf bara að fylla í allar holur og skola burtu sóknarþunga Argentínumanna. Þetta verður algjört burst.

Hallgrímur Mar Bergmann, leikmaður KA
Það sem þarf til að vinna Argentínu, er margt og mikið. Það þarf í raun kraftaverk. Við þurfum að byrja á því að vera með full mannað lið, sem er einu sinni ekki 100% að verði. Það hefur aldrei verið erfiðara að tippa á fyrstu ellefu og það fyrir okkar fyrsta leik ever á HM, það hræðir mig mikið. En við þurfum eins og allir vita að eiga okkar lang besta leik til þess að ná öllum þremur stigum gegn Dybala og félögum. Síðan þurfum við auðvitað að stoppa næst besta leikmann sögunnar á eftir Cristiano Ronaldo, hann Messi. Ef hann er á deginum sínum eigum við ekki séns. En ég er hinsvegar mjög bjartsýnn, hef litla trú á Argentínu í þessu móti og okkar menn eru svo geggjaðir og hafa sýnt okkur ófá kraftaverkin, til hvers að stoppa núna í fyrsta leik Íslands ever á HM? Við náum í eitt stig á móti lélegri liðsheild Argentinu og höldum áfram að vekja mestu athyglina.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur
Argentína er eitt besta landslið í heimi með besta leikmann allra tíma innanborðs. Ég held að við verðum að passa okkur á því að fókusa ekki eingöngu á það hvernig stoppa eigi Messi því þá gæti losnað um leikmenn eins og Sergio Aguero, Gonzalo Higuain, Angel Di Maria og Paulo Dybala. Þjálfari þeirra Jorge Sampaoli er mikill hápressu ákefðar þjálfari. Það má því reikna með því að Argentína fari hátt upp og pressi okkur. Veikleiki þeirra er svæðið fyrir aftan vörn þeirra. Bakverðirnar sækja báðir hátt og hafsentarnir Nicolas Otamendi og Marcos Rojo eru ekki þeir fljótustu. Þeir hafa því lent í vandræðum með mjög fljóta leikmenn sem sækja í svæðið fyrir aftan þá. Það má segja að okkar leikstíll gæti hentað á móti þeirra veikleikum nema það kannski að við erum ekki með framherja sem er sprengju fljótur. Lykilinn er því þessi: Þéttir til baka en passa sig að fara ekki of djúpt. Sækja svo beint í svæðið fyrir aftan vörn þeirra þegar við vinnum boltann. Föstu leikatriðin sem við erum sterkir í verða að nýtast vel.

Magnús Valur Böðvarsson, Vallarstjóri á Kópavogsvelli
Ísland þarf að byrja á að sparka Messi niður nokkrum sinnum og helst setja bara einn gæja sem hleypur bara á eftir honum. Svona að öllu gamni slepptu að spila á Messi svipað og við gerðum á móti Robben og Ronaldo. Þeir gjörsamlega týndust og það mun skapa pirring hjá Argentínu mönnunum. Við þurfum að nýta okkar föstu leikatriði og öll okkar færi því þau verða ekki mörg. Treysti á að Jón Daði sjái mig í stúkunni í Böðvarsson treyjunni og fyllist sjálfstrausti og setji svo mikið sem eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner