Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri viðurkennir að hafa neitað Real Madrid
Mynd: Getty Images
Massimilano Allegri, stjóri Juventus, viðurkennir að hann hafi hafnað Evrópumeisturum Real Madrid.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hringdi í Allegri en sá ítalski var fljótur að gefa neikvætt svar.

„Ég sagði nei við Real Madrid," sagði Allegri við Sky Sports á Ítalíu. „Ég gerði það er ég ræddi við Florentino Perez í símanum. Ég var búinn að lofa Juventus að vera áfram."

„Ég þakkaði Florentino fyrir tilboðið en ég sagði honum að ég gæti ekki samþykkt af virðingu við Juventus."

Allegri segir að nokkur önnur félög hafi sett sig í samband, en hann hafi gefið þeim öllum sama svar og hann gaf Real Madrid.

Allegri gerði Juventus að Ítalíumeisturum sjöunda árið í röð á síðasta tímabili. Hann verður áfram en Real Madrid er búið að ráða Julen Lopetegui í stjórastarfið hjá sér. Tilkynnt var um ráðningu Lopetegui í gær, en í gærmorgun var hann rekinn sem landsliðsþjálfari Spánar tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM.

Sjá einnig:
Lopetegui lét ekki vita af viðræðunum við Real
Athugasemdir
banner
banner
banner