Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 14. júní 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn Daníel æfir með Val en er „ekki að koma í Val"
Björn er uppalinn í FH.
Björn er uppalinn í FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn Björn Daníel Sverrisson er að æfa með Val þessa daganna. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali eftir sigur á ÍBV í gær. Óli þvertók hins vegar fyrir það að Björn Daníel væri á leiðinni til Hlíðarendafélagsins.

„Nú eru atvinnumenn á landinu og þeir æfa með hinum og þessum liðum," sagði Óli. „En það er ekki þar með sagt að þeir séu að skipta um félag. En það er rétt. Þeir hafa komið 2-3 atvinnumenn á æfingar hjá okkur."

„Hann er ekki að koma í Val. Hann er samningsbundinn í Danmörku."

„Þeir atvinnumenn sem eru ekki í Rússlandi eru flestir hér á Íslandi. Þeir eru að halda sér í formi og þeir hafa nokkrir verið hjá okkur, þar á meðal Björn Daníel."

Björn Daníel er samningsbundinn AGF í Danmörku. Fyrir áramót var hann á láni hjá Vejle í B-deildinni, en var kallaður aftur til AGF eftir áramót. Hann spilaði heilt yfir mjög lítið og kom aðeins við sögu í fimm leikjum í dönsku úrvalsdeildinni og níu leikjum í dönsku B-deildinni. Hann lék sex leiki sem byrjunarliðsmaður á öllu tímabilinu.

Björn er uppalinn hjá FH og spilaði þar áður en hann fór í atvinnumennsku 2014. Hann spilaði fyrst um sinn með Viking í Noregi en fór 2016 til AGF í Danmörku þar sem spiltíminn hefur verið af skornum skammti.

Félagskiptaglugginn á Íslandi opnar 15. júlí á Íslandi.
Óli Jó: Vildum vinna leikinn fyrir Rasmus
Athugasemdir
banner
banner