Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. júní 2018 10:22
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann greinir frá framtíð sinni í dag
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramótið byrjar í dag og er slúðurpakkinn smekkfullur. Ólíklegt er að slúðrið muni slaka á yfir HM þar sem félagaskiptaglugginn lokar fyrr en vanalega í ár.



Tottenham er búið að bjóða 15 milljónir í Jack Grealish, 22. Chelsea, Fulham og Leicester eru meðal áhugasamra félaga. (Sky)

Antoine Griezmann mun greina frá framtíð sinni í dag. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona. (Mundo Deportivo)

Burnley er nálægt því að krækja í Craig Dawson og Jay Rodriguez, sem féllu með West Brom á síðasta tímabili, fyrir 28 milljónir punda. (Daily Mail)

Arsenal er nálægt því að ganga frá kaupum á Bernd Leno, 26 ára markverði Bayer Leverkusen. Hann kostar rúmlega 20 milljónir punda. (Sky)

Arsenal er einnig að krækja í Lucas Torreira, 22 ára miðjumann Sampdoria, og Sokratis Papastathopoulos, 30 ára varnarmann Borussia Dortmund. (Evening Standard)

Paris Saint-Germain vill losa sig við Marco Verratti og er búið að bjóða hann til Manchester United. (Calciomercato)

Brahim Diaz, 18 ára sóknarmaður Man City, er eftirsóttur af West Ham. Manuel Pellegrini hefur miklar mætur á Diaz og vill fá hann á láni út tímabilið. (Sun)

Man Utd hefur áhuga á Jerome Boateng, 29 ára miðverði Bayern. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern, segir félagið vera reiðubúið til að selja Boateng fyrir rétta upphæð. (Manchester Evening News)

Chancel Mbemba, 23 ára varnarmaður Newcastle, er búinn að samþykkja fjögurra ára samning hjá Porto. Portúgölsku meistararnir borga um 8 milljónir fyrir hann. (Mirror)

Umboðsmaður Mousa Dembele er mættur til Ítalíu þar sem hann er eftirsóttur af Juventus, Inter og Napoli. (Talksport)

Everton og West Ham eru að berjast um Issa Diop, 21 árs miðvörð Toulouse. Diop kostar 25 milljónir. (Mirror)

Sadio Mane segist vera ánægður hjá Liverpool og vill ekki yfirgefa félagið, þrátt fyrir orðróma um að Real Madrid hafi áhuga. (Salzburger Nachrichten).

Liverpool er að kaupa Nick Pope, 26 ára markvörð Burnley. (90min)

Muhamed Besic, 25 ára miðjumaður Everton, gæti farið aftur til Middlesbrough á lánssamning. (Northern Echo)

Frank Lampard vill ólmur fá tvítuga varnarmanninn Jay Dasilva til Derby frá Chelsea. (Talksport)

Yacine Adli, 17, ætlar að hafna Arsenal til að vera áfram hjá Paris Saint-Germain. (ESPN)

Real Madrid þarf að bjóða 60 milljónir evra (53m punda) til að kaupa Alisson, 25, frá Roma. (La Gazzetta dello Sport)

Napoli er tilbúið að lækka verðmiðann á Maurizio Sarri til að hvetja Chelsea til að ráða hann. Hann kostar nú 4.5 milljónir punda. (Mirror)

Marc-Andre ter Stegen, 27 ára markvörður Barcelona, vill sjá Thiago Alcantara koma aftur til Barca. (Bild)

Roman Abramovich þarf að taka mikilvæga ákvörðun á næstu dögum. Hann getur rekið Antonio Conte og borgað honum hátt upp í 9 milljónir í skaðabætur. Eða leyft honum að stýra Chelsea út tímabilið, þar til samningurinn rennur út. (Telegraph)

Rauðu djöflarnir eru enn á höttunum eftir vinstri bakverði. Þeir eru núna að horfa til Ryan Sessegnon, 18 ára bakvörð Fulham, og Kieran Tierney, 21 árs bakvörð Celtic. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner