fim 14. júní 2018 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sito skilur ákvörðun knattspyrnusambands Spánar
Sito, framherji Grindavíkur.
Sito, framherji Grindavíkur.
Mynd: Grindavík
Frá æfingu spænska landsliðsins.
Frá æfingu spænska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli í gær þegar Julen Lopetegui var rekinn sem landsliðsþjálfari Spánar tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM.

Lopetegui var deginum áður ráðinn stjóri Real Madrid en það fór ekki vel í spænska knattspyrnusambandið. Þeir hjá knattspyrnusambandinu vissu ekki af viðræðum Lopetegui við Real Madrid og því var hann rekinn.

Sito, spænskur framherji Grindavíkur, segist skilja ákvörðun knattspyrnusambandsins að reka Lopetegui.

„Ég tel að knattspyrnusambandið hefði getað brugðist öðruvísi við og það er ekki gott fyrir liðið að breyta um þjálfara tveimur dögum fyrir mótið," sagði Sito við Fótbolta.net.

„Flest fólk sem ég þekki stendur hins vegar með ákvörðun knattspyrnusambandsins, það krefst mikils hugrekkis að taka þessu ákvörðun á þessu augnabliki. Lopetegui átti að bíða þangað til eftir HM með að tilkynna að hann væri að taka við Real Madrid. Hann og Real Madrid hefðu átt að gera betur."

Fernando Hierro er tekinn við spænska landsliðinu. Sito telur enn að Spánverjar geti orðið Heimsmeistarar þrátt fyrir þessi þjálfaraskipti á þessum furðulega tímapunkti.

„Ég tel að það sé enn stór möguleiki fyrir Spán að vinna Heimsmeistaratitilinn vegna þess að leikmennirnir eru reyndir á þessu sviði og núna vilja þeir sanna að þetta lið snúist um leikmennina og ekki þjálfarann," sagði Sito.

Sito er í kvöld að spila með Grindavík gegn Fjölni. Sito er í byrjunarliði þar. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner