Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. júní 2019 23:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Efstu tvö liðin jöfn í B- og C-riðlum
Snæfell komst í 5-0 en vann að lokum 5-3.
Snæfell komst í 5-0 en vann að lokum 5-3.
Mynd: Snæfell
Brynjólfur Þór Eyþórsson ásamt Dean Martin, þjálfara Selfoss. Brynjólfur skoraði tvennu í kvöld.
Brynjólfur Þór Eyþórsson ásamt Dean Martin, þjálfara Selfoss. Brynjólfur skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Arnar Helgi Magnússon
Það voru þrír leikir í 4. deild karla í kvöld. Leikið var í B- og C-riðlum deildarinnar.

B-riðill:
Snæfell og Hvíti riddarinn eru saman á toppi B-riðils eftir leiki kvöldsins. Hvíti riddarinn hafði unnið alla leiki sína fyrir leikinn í kvöld gegn Kormáki/Hvöt. Leikurinn endaði 1-1 og Kormákur/Hvöt því fyrsta liðið til að taka stig af Hvíta riddaranum. Kormákur/Hvöt er með átta stig í fimmta sæti riðilsins. Í hinum leik kvöldsins vann Snæfell 5-3 sigur á KM. Snæfell komst í 5-0, en KM tókst þá að minnka muninn í 5-3. Það urðu lokatölur. Mghar Idrissi Mustapa skoraði þrennu fyrir KM sem er með þrjú stig í sjöunda sæti. Snæfell er með 13 stig eftir fimm leiki eins og Hvíti riddarinn.

Hvíti riddarinn 1 - 1 Kormákur/Hvöt
0-1 Ingvi Rafn Ingvarsson ('45, víti)
1-1 Logi Már Magnússon ('57)

KM 3 - 5 Snæfell
0-1 Marius Ganusauskas ('4)
0-2 Carles Martinez Liberato ('19)
0-3 Gabrielius Zagurskas ('30)
0-4 Carles Martinez Liberato ('39)
0-5 Elvedin Nebic ('53)
1-5 Mghar Idrissi Mustapa ('57)
2-5 Mghar Idrissi Mustapa ('62, víti)
3-5 Mghar Idrissi Mustapa ('65)

C-riðill:
Í C-riðli er Hamar á góðu róli. Hamar lagði Hörð frá Ísafirði að velli í kvöld. Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði bæði mörk Hamars í fyrri hálfleik áður en Sigurður Arnar Hannesson minnkaði muninn fyrir gestina í seinni hálfleik. Lokatölur 2-1 fyrir Hamar sem er með fullt hús stiga eftir fimm leiki, rétt eins og GG í þessum C-riðli. Hörður er með sex stig eftir fimm leiki.

Hamar 2 - 1 Hörður Í.
1-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('3)
2-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('24)
2-1 Sigurður Arnar Hannesson ('46)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner