Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. júní 2019 18:00
Arnar Daði Arnarsson
„Ejub er fórnarlamb eigins árangurs"
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már og Úlfur Blandon.
Baldvin Már og Úlfur Blandon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík er á toppi Inkasso-deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki og gætu náð þriggja stiga forskoti með sigri á Keflavík á mánudaginn.

Ejub Purisevic hefur náð ótrúlegum árangri með Víking Ólafsvík undanfarin ár og hann var til umræðu í Inkasso-horninu þar sem Baldvin Már Borgarson, fréttaritari á Fótbolta.net og Úlfur Blandon þjálfari Þrótt Vogum fóru yfir stöðuna í Inkasso-deildinni.

Þar spurði þáttastjórnandinn, Arnar Daði Arnarsson þá félaga einfaldlega út í það afhverju Ejub hefur verið í öll þessi ár í Ólafsvík og ekki fengið sénsinn að taka við stærra félagi á Íslandi.

„Ef ég á að velta því fyrir mér þá myndi ég segja að svona upplifun manna í fótboltaheiminum er það hvort þetta sé hans besta umhverfi eins og hann er í núna. Það er spurning hvort menn hafi ekki trú á yfirfærslunni, það er að segja að hann geti ekki tekið skrefið í annað umhverfi. Ég held að hann sé fórnarlamb eigins árangurs í þessu ákveðna umhverfi sem Víkingur Ólafsvík er," sagði Úlfur Blandon einn af sérfræðingum Fótbolta.net um Inkasso-deildina og hélt áfram.

„Ég myndi ekki segja að það væri langt í að hann væri bestur í að berja saman lið með þessum forsendum. Hann er með mikið af útlendingum og mikið af aðkomumönnum. Hann er að búa til lið með mönnum sem koma héðan og þaðan og er klárlega frábær í því."

Úlfur segir það einfaldlega spurningu um hvenær en ekki hvort Ejub taki við stærra félagi hér á landi.

„Ég held að það sé algjörlega ljóst og tel að hann sé frábær þjálfari og ætti klárlega að fá tækifærið til að taka stökkið og skrefið. Ég held að það sé frekar spurning um hvenær og hvar. Ég held að önnur félög hoppi á hann fjótlega."

ÍBV gæti verið hans staður
Baldvin Már tók undir orð Úlfs og benti á að ÍBV gæti verið félag sem Ejub gæti tekið við og gert góða hluti.

„Það hefur oft verið umræða eftir tímabil að hann sé að fara og hann hefur verið orðaður við önnur félög. Hans rétta umhverfi er að púsla saman liði á korteri og fá fullt af útlendingum og hann fær það í Ólafsvík. Hann er í ákveðnum þægindaramma í Ólafsvík þar sem hann er með sína vinnu, fær ákveðna fjármuni og líður vel. Ef við hugsum um stærra félag með svipaðar forsendur þá gæti ÍBV verið hans staður," sagði Baldvin Már til að mynda.

Hlustaðu á nýjasta þátt Inkasso-hornsins hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner