Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 14. júní 2019 21:44
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig: Langt síðan Blikar hafa lent í svona vandræðum
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn voru vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld og uppskáru eftir því. Öflugur sigur gegn toppliði deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  3 Breiðablik

„Við ætluðum okkur sigur í dag. Ég sagði við strákana í dag að við þyrftum að fara að vinna þessi svokölluðu topplið ef við ætlum okkur að vera í einhverri baráttu. Það er ekki nóg að gera jafntefli. Menn brugðust svo sannarlega við því," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn.

„Menn voru tilbúnir og voru klárir að fórna fyrir sér málstaðinn"

Fylkir lék 3-5-2 í leiknum en Helgi taldi að þetta kerfi gæti hentað gegn Blikum.

„Maður veit ekki neitt fyrirfram en ég vildi láta á það reyna. Þegar við erum með tvo menn frammi sem eru góðir á boltann og með hraða, með Valda í kringum sig, þá myndu þeir lenda í vandræðum. Það gekk alveg upp. Það er langt síðan Blikar hafa verið í svona vandræðum með sóknarmenn hins liðsins."

Helgi segir að það hafi verið ansi svekkjandi þegar Breiðablik jafnaði 1-1 þvert gegn gangi leiksins.

„Það var hræðilegt. Líka þegar þeir jöfnuðu 2-2 í byrjun seinni hálfleiks. Við áttum skilið að vinna og ég er ofboðslega ánægður fyrir hönd strákana. Við þurfum að spila svona í hverjum einasta leik."
Athugasemdir
banner
banner