Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heracles í baráttuna um De Ligt?
Mynd: Getty Images
Aðalsagan á félagaskiptamarkaðnum þessa stundina er um Matthijs de Ligt, varnarmann Ajax.

Hvar mun hann enda?

De Ligt er 19 ára gamall og er fyrirliði Ajax. Hann var magnaður á tímabilinu er Ajax vann hollensku deildina og bikarinn, ásamt því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

De Ligt hefur verið mikið orðaður við Barcelona, PSG, Manchester United og fleiri félög. Margir bíða í eftirvæntingu eftir ákvörðun þessa frábæra varnarmanns.

Hollenska félagið Heracles Amelo, sem hafnaði í sjöunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu, er ekki búið að gefast upp í baráttunni um De Ligt eins og má sjá í nýju tísti frá félaginu.

Góð tilraun hjá Heracles þó það sé nú líklegra að hollenski landsliðsmaðurinn endi hjá Barcelona eða öðru stórliði.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner