Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 14. júní 2019 21:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Daði Freyr kúl í því sem hann gerði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar lentu 2-0 undir á heimavelli gegn Stjörnunni í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld en komu til baka. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2 og eru liðin áfram jöfn að stigum í deildinni.

FH-ingar fóru 1-0 undir inn í hálfleikinn eftir að hafa klúðrað tveimur dauðafærum í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við fá tvö góð færi í fyrri hálfleik á meðan Stjarnan var kannski sterkari út á vellinum. Upplifunin er sú að þeir hafi verið grimmari út á vellinum og við fáum stór færi í fyrri hálfleiknum sem ég hefði viljað sjá inni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.

„Eftir að hafa lent 2-0 undir og jafna, sýnir að það er fínn karakter í liðinu. Mér fannst við geta fengið meira úr leiknum en við verðum að jafna okkur að þessu og taka þessu."

Hann segist hafa haldið ró sinni í hálfleiknum þrátt fyrir að vera marki undir.

„Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum ekkert að breyta miklu. Við þurftum bara að skerpa aðeins meira á hlutunum og vera aðeins grimmari. Mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleiknum og þetta var leikur sem vantaði alltaf herslumuninn að þetta myndi detta fyrir okkur, síðan komast þeir í 2-0 þá er brekka. Við minnkuðum muninn fljótlega eftir það og það var mjög sérstakt að fara inn í hálfleikinn, 1-0 undir."

Daði Freyr Arnarsson lék í marki FH í kvöld í fjarveru Gunnars Nielsen og Vignis Jóhannessonar. Hann stóð sig virkilega vel í markinu þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk.

„Hann stóð sig feikilega vel og í rauninni ekkert við hann að sakast í þessum mörkum. Annarsvegar víti og síðan skot innan vítateigs. Hann greip vel inn í og varði vel. Hann var kúl í því sem hann var að gera og það er feikilega ánægjulegt að hann skuli stíga svona inn og spila vel," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner