Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. júní 2019 09:35
Elvar Geir Magnússon
Sarri kynntur í dag - Liverpool ekki að reyna að fá Fekir
Powerade
Sarri er á leið aftur til Ítalíu.
Sarri er á leið aftur til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Hvað verður um Zola?
Hvað verður um Zola?
Mynd: Getty Images
Sarri, Fekir, Pogba, Lukaku, Maguire, Rakitic, Fernandes og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Njótið!

Juventus gæti gengið frá ráðningu á Maurizio Sarri í dag. Ítalíumeistararnir hafa náð samkomulagi við Chelsea um viskaskipti stjórans. (BBC)

Liverpool hefur engar áætlanir um nýjar tilraunir til að fá Nabil Fekir (25) frá Lyon þrátt fyrir fréttir þess efnis í Frakklandi. (Independent)

Romelu Lukaku (26), sóknarmaður Manchester United, hefur gert munnlegt samkomulag við Inter um samning til 2024. (Gazzetta dello Sport, via Metro)

Áhugi Manchester City á Harry Maguire (26) hefur verið settur í biðstöðu þar sem Leicester setur 90 milljóna punda verðmiða á varnarmanninn. (Mail)

Manchester City er talið líklegast til að fá portúgalska miðjumanninn Bruno Fernandes (24) frá Sporting Lissabon. (Radio Rossonera)

Borussia Dortmund fylgist með gangi mála hjá franska miðverðinum Laurent Koscielny (33) sem gæti verið leyft að fara frá Arsenal í sumar. (Mail)

Tottenham er tilbúið að slá félagsmet tvívegis í sumar með því að kaupa argentínska leisktjórnandann Giovani lo Celso (23) frá Real Betis og franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (22) frá Lyon. (Mirror)

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, er tilbúinn að selja króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic (31) ef rétta tilboðið berst. (Cadena SER)

Arsenal er að ganga frá samningum um þýska markvörðinn Markus Schubert (21) frá Dynamo Dresden. (Independent)

Everton og Paris St-Germain vilja fá brasilíska sóknarleikmanninn David Neres (22) frá Ajax. (Esporte)

Mögulegt er að franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (24) verði áfram hjá PSG þrátt fyrir að hafa verið í frystikistunni seinni hluta síðasta tímabils. (ESPN)

Skoski vængmaðurinn Ryan Fraser (25) hjá Bournemouth hefur ýjað að því að hann verði eitt ár í viðbót hjá félaginu. Fraser hefur verið orðaður við Arsenal. (Mirror)

Belgíski hægri bakvörðurinn Thomas Meunier (27) sem var orðaður við Arsenal, segist vilja vera áfram hjá PSG. (Express)

Eden Hazard (28) viðurkennir að Thibaut Courtois hafi þrýst á sig að ganga í raðir Real Madrid. (Football.London)

Cody Drameh (17) er á leið frá Fulham til Eintracht Frankfurt. Miðjumaðurinn verður þá nýjasta enska ungstirnið sem heldur til Þýskalands. (Mirror)

Franski miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko (24) segist ekki hafa annað val en að snúa aftur til Chelsea. Hann var lánaður til AC Milan á liðnu tímabili. (L'Equipe)

Framtíð Gianfranco Zola, aðstoðarstjóra Chelsea, er í óvissu. Samningur hans rennur út um mánaðamótin og honum hefur ekki verið boðin framlenging. (Times)

Chelsea vill ekki selja varnarmanninn Kurt Zouma (24) til Everton vegna kaupbannsins. Zouma var á láni hjá Everton. (Star)

Úlfarnir hafa ekki lengur áhuga á sóknarmanninum Salomon Rondon (29) hjá West Brom því kostnaðurinn yrði of mikill. (Football Insider)

Lazio ætlar að bjóða Newcastle að fá belgíska varnarmanninn Jordan Lukaku (24) í skiptum fyrir Jamaal Lascelles (25). (Il Messaggero)

West Ham hefur komist að samkomulagi við Villarreal um 40 milljóna punda kaup á spænska sóknarmiðjumanninum Pablo Fornals (23). (Football Insider)

Stoke City hefur áhuga á að fá markvörðinn Joe Hart (32) frá Burnley. Jack Butland (26), markvörður Stoke, er orðaður við Aston Villa. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner