Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lykilmaður ísraelska landsliðsins á leið til Fulham
Manor Solomon fer til Fulham
Manor Solomon fer til Fulham
Mynd: Getty Images
Ísraelski framherjinn Manor Solomon er í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Fulham en það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.

Solomon, sem er 22 ára gamall, var í byrjunarliði Ísraels í 2-2 jafnteflinu gegn Íslandi í gær og spilaði þá einnig fyrri leikinn í Haifa.

Hann er á mála hjá Shakhtar í Úkraínu en mun yfirgefa félagið í sumarglugganum.

Solomon var í viðræðum við Fulham fyrir nokkrum vikum en þær viðræður sigldu í strand.

Fabrizio Romano segir nú frá því að viðræður séu komnar af stað að nýju og eru þær komnar langt á veg. Fulham mun greiða 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn og þá fær Shakhtar 15 prósent af næstu sölu.

Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta ári en vann sig strax upp í deild þeirra bestu á tímabilinu sem var að ljúka.
Athugasemdir
banner
banner