lau 14. júlí 2018 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Endurkoma Hattar í Mosfellsbæ - Mikilvægur sigur Víðis
Höttur og Afturelding mættust.
Höttur og Afturelding mættust.
Mynd: Raggi Óla
Andri var hetja Víðis.
Andri var hetja Víðis.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Afturelding gerði sitt annað jafntefli í röð í 2. deild karla í dag en er áfram á toppi deildarinnar.

Afturelding fékk Hött í heimsókn í Mosfellsbæ og byrjaði af miklum krafti. Andri Freyr Jónasson, sem hefur verið mjög duglegur við markaskorun í sumar, setti tvö mörk á fyrsta hálftímanum og kom Aftureldingu í 2-0.

Þannig var staðan í hálfleik en gestirnir mættu af krafti í seinni hálfleik og voru fljótir að jafna. Spánverjarnir í liði Hattar með á skotskónum.

Eftir að staðan varð jöfn var þetta stál í stál en Afturelding fékk gullið tækifæri til að komast aftur yfir þegar 10 mínútur voru eftir. Þá var dæmd vítaspyrna og fór Andri Freyr á punktinn en hann lét Aleksandar Marinkovic verja frá sér og þar við sat. Andri hefði þarna getað fullkomnað þrennu sína.

Fjarðabyggð og Þróttur Vogum skildu jöfn í leik sem fram fór á Eskjuvelli. Þróttarar komust yfir en Fjarðabyggð svaraði og komst í 2-1. Viktor Smári Segatta bjargaði stigi fyrir Þrótt.

Í Garðinum vann Víðir svo flottan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði. Eina markið þar gerði Andri Gíslason á 15. mínútu.

Afturelding 2 - 2 Höttur
1-0 Andri Freyr Jónasson ('15)
2-0 Andri Freyr Jónasson ('29)
2-1 Ignacio Gonzalez Martinez ('49)
2-2 Francisco Javier Munoz Bernal ('53)
2-2 Andri Freyr Jónasson, misnotað víti ('80)

Fjarðabyggð 2 - 2 Þróttur V.
Mörk Þróttar V.: Hrólfur Sveinsson og Viktor Smári Segatta.
Mörk Fjarðabyggðar: Nikola Kristinn Stojanovic og Aleksandar Stojkovic.

Víðir 1 - 0 Leiknir F.
1-0 Andri Gíslason ('15)
Rautt spjald: Almar Daði Jónsson, Leiknir F. ('90)

Hvað þýða þessi úrslit?
Afturelding er áfram á toppi deildarinnar. Með jafnteflinu í dag er Þróttur Vogum með 19 stig, sex stigum frá Aftureldingu. Fjarðabyggð er í sjöunda sæti með 17 stig. Höttur er í áttunda sæti með 11 stig og Leiknir F. er í níunda sæti með 10 stig. Sigurinn í dag var mikilvægur fyrir Víði sem komst upp úr fallsæti.

Nú stendur yfir leikur Vestra og Kára. Smelltu hér til að fara í beina útsendingu frá leiknum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner