lau 14. júlí 2018 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: KF valtaði yfir KFG á síðustu mínútnum - KH með sigur
Úr leik hjá KF.
Úr leik hjá KF.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kolbeinn Kárason.
Kolbeinn Kárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir voru í 3. deild karla í dag. Frekar úrslit voru á Ólafsfirði þar sem KF valtaði yfir KFG á síðustu 25 mínútunum eða svo.

KFG jafnaði metin í 2-2 á 60. mínútu en þá tók Björn Andri Ingólfsson málin í sínar hendur. Hann kom KF yfir á 67. mínútu og bætti við þremur mörkum til viðbótar áður en leiknum lauk. Þess má geta að Björn Andri var aðeins með eitt mark í meistaraflokki fyrir leikinn gegn KFG í dag samkvæmt heimasíðu KSÍ.

Lokatölur 6-2 fyrir KF gegn KFG sem gat komist einu stigi frá toppliði Dalvíkur/Reynis með sigri.

KH er í öðru sæti þar sem KFG tapaði. KH lagði Sindra á útivelli 1-0 og var það Kolbeinn Kárason sem skoraði markið. KH spilaði einum færri frá 77. mínútu en það kom ekki að sök.

Þá vann Einherji sinn þriðja sigur í röð gegn KV, sem byrjaði tímabilið svo vel. KV var að tapa sínum þriðja leik í röð.

Sindri 0 - 1 KH
0-1 Kolbeinn Kárason ('11)
Rautt spjald: Alexander Lúðvígsson, KH ('77)

Einherji 2 - 1 KV
1-0 Dilyan Nikolaev Kolev ('5)
2-0 Viktor Daði Sævaldsson ('28)
2-1 Þorkell Helgason ('49)

KF 6 - 2 KFG
0-1 Magnús Björgvinsson ('4)
1-1 Jakob Auðun Sindrason ('37)
2-1 Aksentije Milisic ('40)
2-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('60)
3-2 Björn Andri Ingólfsson ('67)
4-2 Björn Andri Ingólfsson ('72)
5-2 Björn Andri Ingólfsson ('82)
6-2 Björn Andri Ingólfsson ('89)

Hvað þýða þessi úrslit?
Dalvík/Reynir er á toppnum með 22 stig eftir sigur á Augnabliki í gær. KH er í öðru sæti með 19 stig og KFG með 18 stig í þriðja sæti.

Eftir slakt gengi að undanförnu er KV í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig en Einherji er á uppleið og er með 15 stig í sjötta sæti. KF er í sjöunda sæti með 13 stig og í fallsætunum eru Ægir og Sindri með sjö stig hvort. Ægir og Sindri eru sex stigum frá öruggu sæti.

Tíundu umferðinni í 3. deildinni er núna lokið.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner