lau 14. júlí 2018 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Jafnt í toppslag í C-riðli
Marel Baldvinsson þjálfar Álftanes.
Marel Baldvinsson þjálfar Álftanes.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Álftanes 1 - 1 KFS
0-1 Erik Ragnar Gíslason Ruiz ('31)
1-1 Hreiðar Ingi Ársælsson ('44)

Álftanes og KFS mættust í toppslag í C-riðli 4. deildar karla á þessu ágæta laugardegi.

Leikurinn fór fram í nágrenni við heimili Forseta Íslands, á Bessastaðavelli.

Það voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sem komust yfir eftir hálftíma leik en Álftanes jafnaði rétt fyrir leikhlé og var það Hreiðar Ingi Ársælsson sem skoraði markið.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð og lokatölur 1-1. Álftanes er á toppi riðilsins með betri markatölu en KFS.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner