Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. júlí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Gunnar Jarl spáir í leik Englands og Belgíu
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið verður um bronsið á HM klukkan 14:00 í dag þegar Belgía og England eigast við.

Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari og núverandi knattspyrnusérfræðingur, spáir í leikinn en hann hefur verið getspakur í kringum HM.

Belgía 2 - 2 England (Belgía vinnur í vítaspyrnukeppni)
Brons leikur er skrýtinn leikur. Bæði lið vonsvikin að hafa ekki komist alla leið. Við fögnum því aftur á móti að sjá fleiri flotta fótboltaleiki. Þetta verður opin leikur alveg eins og bronsleikir undanfarinna HM keppna. Englendinga þyrstir meira í bronsið held ég. Ég spáði því að Belgar myndu vinna Frakka enda hrifist af þessu belgíska liði eins og flestir. Brasilía tapaði illa 2014 gegn Hollendingum eftir tapið í undanúrslitum gegn Þjóðverjum. Held að slíkt gerist ekki fyrir hvoruga þjóðina í dag heldur verður þetta opinn leikur sem fer í framlengingu. 2-2 eftir venjulegan leiktíma og ræðst á vítaspyrnukeppni þar sem Belgar fara með sigur af hólmi.

Lukaku og De Bruyne skora fyrir Belga og Kane og Sterling skora fyrir England. Frábær leikur í alla staði.
Athugasemdir
banner
banner