lau 14. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalið Man Utd tilkynnir hóp sinn - Enskar landsliðskonur
Alex Greenwood er í enska landsliðinu.
Alex Greenwood er í enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Eins og verður Manchester United með kvennalið á næstu leiktíð. Man Utd mun byrja í B-deildinni á Englandi, en í gær var tilkynnt hvaða leikmenn munu spila með félaginu.

Casey Stoney, fyrrum landsliðsfyrirliði Englands og fyrrum leikmaður Liverpool, mun þjálfa United.

Hún hefur tekið sjö fyrrum leikmenn Liverpool til Man Utd þar á meðal eru tvær enskar landsliðskonur.

Ensku landsliðskonurnar eru Siobhan Chamberlain and Alex Greenwood og eru þær stærstu nöfnin í þessu liði. Chamberlain er markvörður og Greenwood varnarmaður.

„Við erum með ungt lið, spennandi lið og við erum með skemmtilegt lið," sagði Casey Stoney við heimasíðu United þegar leikmannahópurinn var kynntur.

Hópurinn hjá kvennaliði Man Utd:
Lizzie Arnot (Hibernian), Fran Bentley (Man City), Siobhan Chamberlain (Liverpool), Charlie Devlin (Millwall), Leah Galton (Bayern Munich), Mollie Green (Everton), Alex Greenwood (Liverpool), Kirsty Hanson (Doncaster Rovers Belles), Martha Harris (Liverpool), Naomi Hartley (Liverpool), Lauren James (Arsenal), Aimee Palmer (Bristol City), Emily Ramsey (Liverpool), Lucy Roberts (Liverpool), Ebony Salmon (Aston Villa), Jess Sigsworth (Doncaster Rovers Belles), Kirsty Smith (Hibernian), Ella Toone (Man City), Amy Turner (Liverpool), Millie Turner (Bristol City), Katie Zelem (Juventus)

*Innan sviga er síðasta félag sem leikmennirnir spiluðu fyrir.



Athugasemdir
banner
banner