Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. júlí 2018 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja að Raiola hafi boðið Barcelona að fá Pogba
Pogba í leik með Man Utd.
Pogba í leik með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Spænska dagblaðið Mundo Deportivo segir frá því á þessum laugardegi að Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, hafi verið að sýslast á æfingasvæði Barcelona.

Raiola mætti á æfingasvæðið til að tala við forráðamenn Börsunga um leikmenn sem hann er með á bókum sínum. Raiola er einn sá þekktasti þegar kemur að umboðsmönnum fótboltamanna.

Mundo Deportivo heldur því fram að Raiola hafi líka rætt við Börsunga um Pogba.

Pogba er hjá Manchester United og er með samning þar til 2021.

Pogba var dýrasti fótboltamaður sögunnar þegar United keypti hann sumarið 2016 frá Juventus. Á síðasta tímabili var Pogba inn og út úr liðini hjá Jose Mourinho og greindi hann frá því á dögunum að vandamál hefðu verið á milli sín og Mourinho. „En það var ekkert í lokin," sagði Pogba enn fremur.

Liðsfélagi Pogba í franska landsliðinu, N'Golo Kante, hefur einnig verið orðaður við Barceloina.

Raiola er umdeildur umboðsmaður og þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner