Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. júlí 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spalletti enn bjartsýnn þrátt fyrir að Ronaldo sé mættur
Luciano Spalletti, þjálfari Inter.
Luciano Spalletti, þjálfari Inter.
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, þjálfari Inter Milan, hefur enn trú á því að liðið sitt geti orðið Ítalíumeistari þrátt fyrir að Cristiano Ronaldo sé mættur í ítölsku úrvalsdeildina.

Ronaldo, einn besti fótboltamaður sögunnar, gekk í raðir Juventus í vikunni frá Real Madrid.

Juventus hefur unnið Seríu sjö ár í röð og með komu Ronaldo eru líkurnar gríðarlegar að félagið muni vinna titilinn áttunda árið í röð. Spalletti vill þó meina að ekki sé hægt að útiloka Inter.

„Ronaldo? Koma hans veitir deildinni okkar styrk og meiri umfjöllun," sagði Spalletti á blaðmannafundi. „Deildin okkar var einu sinni sú besta í heimi og þú vilt ekki að keppinautarnir verði veikari, þú vilt að liðið þitt verði það besta af þeim bestu. Koma Cristiano Ronaldo mun aftur gefu okkur hvötina til að verða besta liðið af þeim bestu."

„Við viljum berjast við bestu liðin, okkar markmið er að vera á hælum sterkustu liðanna. Ég velti því fyrir af hverju okkur ætti ekki að geta gengið vel á þessu tímabili, ekkert lið getur látið okkur líða eins og við séum óæðri."
Athugasemdir
banner
banner