Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. júlí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bakayoko á leið til PSG?
Tiemoue Bakayoko
Tiemoue Bakayoko
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er að skoða það að fá franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko á láni frá Chelsea.

Bakayoko gekk til liðs við Chelsea frá Mónakó árið 2017 fyrir 40 milljónir punda og varð um leið annar dýrasti leikmaður sögunnar hjá Chelsea.

Hann náði aldrei að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans og var hann því lánaður til Milan.

Leikmaðurinn var afar slakur með Milan og ákvað félagið að nýta sér ekki kaupréttinn á honum.

Samkvæmt Goal.com þá hefur PSG áhuga á að fá Bakayoko á láni út leiktíðina með möguleika á að kaupa hann.

„Einn daginn væri ég til í að spila í París. Ég ætla ekki að neita því að það er draumur minn. Ég og fjölskylda mínum erum frá París," sagði Bakayoko við L'Equipe á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner