Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. júlí 2019 17:38
Arnar Helgi Magnússon
Bruce staðfestir viðræður við Newcastle
Mynd: Getty Images
Það eru miklar líkur á því að Steve Bruce verði næsti stjóri enska liðsins Newcastle.

Rafa Benitez yfirgaf félagið á dögunum eftir að samningur hans við félagið rann út.

Steve Bruce, sem nú er stjóri Sheffield Wednesday, hefur staðfest að félögin séu nú að tala saman.

„Það hafa verið viðræður en þetta er í höndum félaganna, að komast að samkomulagi. Við skulum sjá hvað gerist á næstu 48 klukkustundum," sagði Bruce við enska fjölmiðla.

„Áður en að svokallaðar samningaviðræður hefjast verður Sheffield að gefa leyfi og mér skilst að það sé í vinnslu núna. Meira get ég ekki sagt," sagði hinn 58 ára gamli Bruce.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner