Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. júlí 2019 18:22
Arnar Helgi Magnússon
Danmörk: Hjörtur og félagar héldu markinu hreinu og skoruðu þrjú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska úrvalsdeildin hófst í dag á nýjan leik. Tveir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum.

Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði á varamannabekk SønderjyskE sem að tók á móti Randers. Eggert kom inná á 68. mínútu, stuttu eftir að Marco Rojas hafði skorað sigurmark SønderjyskE.

Leiknum lauk með 2-1 sigri SønderjyskE og liðið því að byrja deildina sterkt.

Talandi um að byrja deildina sterkt. Hjörtur Hermannsson var á sínum stað í vörn Brøndby þegar liðið mætti Silkeborg.

Brøndby var 2-0 yfir í hálfleik og í síðari hálfleik bætti Kamil Wilczek við þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 og Brøndby situr í toppsætinu þegar einn leikur er eftir í fyrstu umferðinni.

Brøndby 3 - 0 Silkeborg
1-0 Paulus Arajuuri
2-0 Dominik Kaiser
3-0 Kamil Wilczek

SønderjyskE 2 - 1 Randers
1-0 Christian Jakobsen ('30)
1-1 Marvin Egho ('54)
2-1 Marco Rojas ('65)

Athugasemdir
banner
banner
banner