Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 14. júlí 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
De Ligt fer ekki með Ajax til Austurríkis
Mathijs De Ligt er á leið til Juventus
Mathijs De Ligt er á leið til Juventus
Mynd: Getty Images
Mathijs de Ligt, varnarmaður Ajax og hollenska landsliðsins, fer ekki með Ajax í æfingaferð til Austurríkis.

Þessi 19 ára gamli varnarmaður er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir en hann hefur verið viðræðum við ítalska félagið Juventus.

Juventus er búið að semja um kaup og kjör við De Ligt og samkvæmt ítölsku miðlunum er félagið búið að semja um kaupverðið við Ajax og á aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum.

Ajax er á leið í æfingaferð til Austurríkis en De Ligt fer ekki með félaginu þangað.

Það ætti því ekki að vera langt í að Juventus staðfesti kaupin á De Ligt sem mun kosta allt að 80 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner