Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. júlí 2019 21:29
Arnar Helgi Magnússon
Myndband: Arnór borinn af velli eftir ljóta tæklingu - Þjálfarinn óttast fótbrot
Mynd: Eyþór Árnason
Arnór Ingvi Traustason var borinn af velli í fyrri hálfleik þegar Djurgarden og Malmö mættust í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór fékk ætlaði þá að ná til boltans á vítateigslínu Malmö og leikmaður Djurgarden virtist ætla sér það sama en fór í stað þess harkalega í löppina á Arnóri.

Myndband af þessari hrottalegu tæklingu má sjá með því að smella hér.

Arnór lá á vellinum nokkuð lengi á meðan sjúkraþjálfari Malmö hlúði að honum. Samkvæmt heimasíðu Malmö mun Arnór gangast undir frekari rannsóknir og myndatökur á morgun.

„Leikurinn var grófur en þessi tækling Radetinac ógnaði ferli Arnórs, hann reyndi að drepa hann með þessari tæklingu. Hann er hugsanlega fótbrotinn en ég vona að það verði tekið hart á þessu," segir Uwe Rösler, stjóri Malmö.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Malmö situr í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner