Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. júlí 2019 17:25
Arnar Helgi Magnússon
Svíþjóð: Gummi Tóta heldur áfram að búa til mörk - Arnór fór útaf í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðmundur Þórarinsson var á sínum stað í byrjunarliði Nörrköping sem að heimsótti Östersund. Östersund komst yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með marki frá Dino Islamovic.

Gummi átti stóran þátt í jöfnunarkmarki Norrköping en hann átti stoðsendinguna á Jordan Larsson sem að jafnaði leikinn stuttu síðar.

Lokamínúturnar voru dramatískar en þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Hosam Aiesh og tryggði Östersund stigin þrjú. Norrköping situr í sjötta sæti deildarinnar eftir leikinn.

Arnór fór af velli í fyrri hálfleik
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem mætti Djurgarden á útivelli. Arnór var hinsvegar tekinn af velli á 43. mínútu vegna meiðsla.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Malmö situr ennþá í toppsætinu.

Östersund 2 - 1 Nörrköping
1-0 Dino Islamovic ('56)
1-1 Jordan Larsson ('65)
2-1 Hosam Aiesh ('93)

Djurgarden 1 - 1 Malmö
0-1 Guillermo Molins ('58)
0-2 Jesper Karlström ('69)
Athugasemdir
banner
banner
banner