Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júlí 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Líklegt að glugginn loki 5. október í Englandi
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að félagaskiptaglugginn á Englandi opni á ný 27. júlí og loki 5. október.

Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa verið að funda um málið að undanförnu og líklegt er að þetta verði niðurstaðan.

Eftir að glugginn lokar verður sérstakur gluggi opin í tvær vikur í viðbót, til 18. október, þar sem félög í úrvalsdeildinni geta áfram lánað leikmenn í neðri deildirnar.

Félög þurfa að skila leikmannalistum fyrir Meistara og Evrópudeildina þann 6. október og því mun glugginn loka 5. október á Englandi og í mörgum öðrum stórum deildum.
Athugasemdir
banner