þri 14. júlí 2020 09:00
Innkastið
Ótrúlegur árangur hjá toppliði Fylkis
Fylkismenn fagna sigrinum á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.
Fylkismenn fagna sigrinum á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Arnór Gauti Jónsson kom til Fylkis frá Aftureldingu í vor.
Arnór Gauti Jónsson kom til Fylkis frá Aftureldingu í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta er ótrúlegur árangur hjá Fylki. Allt hrós á Fylkismenn. Þeir eru að koma mér alveg gríðarlega á óvart," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu á Fótbolta.net í gærkvöldi.

Fylkismenn unnu FH 2-1 á útivelli í gær og tylltu sér á toppinn í Pepsi Max-deildinni eftir fjórða sigur sinn í röð.

Þórður Gunnar Hafþórsson og Arnór Borg Guðjohnsen skoruðu mörk Fylkis í gær en þeir voru báðir að skora sín fyrstu mörk í Pepsi Max-deildinni. Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis fékk einnig hrós í Inkastinu í gær.

„Það settu margir spurningamerki við þetta. Þeir sem þekkja Atla vita að hann er gæðablóð en það öskraði ekki á mann að þarna væri á ferðinni framtíðarþjálfari. Hann er að koma vel inn í þetta og greinilega að gera góða hluti," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hinn 18 ára gamli Arnór Gauti Jónsson og markvörðurinn Aron Snær Friðriksson voru einnig til umræðu.

„Þeir eru að setja ungan og óreyndan Arnór Gauta Jónsson á miðjusvæðið. Hann spilaði sem hafsent hjá Aftureldingu í fyrra en er allt í einu núna að spila sem djúpur miðjumaður. Hann er með hroka, kassann út og hefur verið geggjaður í þessum tveimur leikjum sem hann hefur splað. Hann hefur verið öruggur í sínum aðgerðum og gaf miðjumönnum FH ekki þumlung eftir," sagði Gunnar Birgisson.

„Aron markvörður á lykilvörslu á 90. mínútu og gulltryggir stigin þrjú. Maður hefur heyrt á fólki í Lautinni að það sé ekki öruggt með hann því hann hefur gert mistök hingað og þangað en í grunninn er þetta flottur markvörður og hann sýndi þarna af hverju hann stendur á milli stanganna í Árbænum," bætti Gunnar við.

Nánar var rætt um lið Fylkis í Innkastinu í gær.

Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner