Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar spilar mest af ungu leikmönnunum
Atli Barkarson
Atli Barkarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leifur Grímsson birti áhugaverða færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann vekur athygli á þeirri staðreynd að Víkingurinn Atli Barkarson sé sá ungi leikmaður sem spilar með í Pepsi Max-deild karla.

Í færslunni birtir Leifur mínútufjölda þeira tíu leikmanna sem hafa spilað mest. Mengið eru leikmenn sem fæddir eru árið 2000 og síðar.

Húsvíkingurinn Atli hefur spilað 1031 mínútur í upphafi deildarinnar sem er tæplega 80 mínútum meira en næsti maður á lista.

Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis, er í öðru sæti og Kian Williams hjá Keflavík í þriðja.

Tveir leikmenn Leiknis, Keflavíkur, Fylkis og ÍA eru á listanum og einn leikmaður frá Víkingi og FH.

Breiðablik, Keflavík, KA og FH hafa spilað ellefu leiki í sumar en önnur lið hafa spilað tólf leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner