Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. júlí 2021 09:52
Elvar Geir Magnússon
Griezmann lánaður til Chelsea?
Powerade
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Danny Ings.
Danny Ings.
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe (til hægri).
Emile Smith Rowe (til hægri).
Mynd: Getty Images
Griezmann, Ings, Neves, Varane, Locatelli, Romero, Donnarumma, Grealish og fleiri góðir menn í slúðurpakka dagsins. Fáið ykkur Powerade og njótið alls hins besta úr ensku götublöðunum.

Chelsea er með áætlanir um að reyna að fá franska sóknarmanninn Antoine Griezmann (30) á lánssamningi frá Barcelona. (Daily Express)

Chelsea hefur verið tjáð að félagið sé að reyna við hið ómögulega með því að reyna að fá Erling Haaland (20) frá Dortmund í sumar. (Sky Sports)

Mancester United er að ná samkomulagi um varnarmanninn Raphael Varane (28) frá Real Madrid. (Manchester Evening News)

Tottenham hefur gert enska sóknarmanninn Danny Ings (28) hjá Southampton að forgangskaupum sínum í sumar. Spurs vilja halda Harry Kane og telja að Ings geti spilað með honum. (Telegraph)

Arsenal hefur áhuga á portúgalska miðjumanninum Ruben Neves (24) hjá Wolves. Félagið er tilbuið að borga 35 milljónir punda fyrir hann. (Sun)

Wolverhampton hefur tryggt sé ungverska hægri bakvörðinn Bendeguz Bolla (22) frá Fehervar. Hann fer á lánssamning til Grasshoppher í Sviss út komandi tímabil. (Fabrizio Romano)

Manuel Locatelli (23) leikmaður Sassuolo og ítalska landsliðsins er sagður vilja fara til Juventus. (AS)

Tottenham og Manchester United hafa áhuga á argentínska varnarmanninum Cristian Romero (23) sem er hjá Atalanta á lánssamningi frá juventus. (Calciomercato)

Arsenal hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði frá Aston Villa í Emile Smith Rowe (21), U21 landsliðsmiðjumann Englands. (Mail)

Paris St-Germain býr sig undir að kynna markvörðinn Gianluigi Donnarumma (22) sem nýjan leikmann félagsins en hann kemur á frjálsri sölu frá AC Milan. (Daily Express)

John Barnes telur að það yrði rangt skref hjá Jack Grealish (25) ef hann færi til Manchester City og telur að hlutverk hans gæti þá orðið of lítið. (Daiy Mirror)

Southampton er í viðræðum við Newcastle um enska miðjumanninn Isaac Hayden (26) en Mario Lemina (27) gæti mögulega farið öfuga leið. (Mail)

Andros Townsend (29) er í leit að nýju félagi en hann fær væntanlega ekki nýjan samning hjá Crystal Palace. (Evening Standard)

Brentford og West Brom, auk franska félagsins Lorient, vilja fá miðjumanninn Trevoh Chalobah (22) frá Chelsea. (Express & Star)

Felipe Anderson (28) er á leið aftur til Lazio frá West Ham. Hann yfirgaf ítalska félagið og fór til Hamranna fyrir þremur árum. (Evening Standard)

Arsenal vill halda Joe Willock (21) hjá sér á komandi tímabili. Newcastle vill fá Willock en hann blómstraði á lánssamningi hjá félaginu á síðasta tímabili. (Newcastle Chronicle)

Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur gert tilboð í Brasilíumanninn Matheus Pereira (25) hjá West Brom. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner