Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 14. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nene elstur til að skora í S-Ameríku - Fertugur eftir helgi
Kantmaðurinn Nene skoraði 27 mörk í 47 leikjum á sínu besta tímabili hjá PSG.
Kantmaðurinn Nene skoraði 27 mörk í 47 leikjum á sínu besta tímabili hjá PSG.
Mynd: Getty Images
Brasilíski kantmaðurinn Nene varð í gærkvöldi elsti leikmaður sögunnar til að skora í útsláttarkeppni suður-amerísku Meistaradeildarinnar, Copa Libertadores.

Hinn 39 ára gamli Nene, sem leikur fyrir Fluminense og fagnar fertugsafmæli næsta mánudag, skoraði fyrra markið í 0-2 sigri gegn Cerro Porteno í Paragvæ.

Nene byrjaði inná og skoraði á 49. mínútu með föstu skoti við vítateigslínuna. Egidio tvöfaldaði forystuna rúmlega tíu mínútum síðar og eru Nene og félagar í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.

Knattspyrnuunnendur gætu kannast við Nene eftir að hann raðaði inn mörkunum með Paris Saint-Germain á sínum tíma. Hann var algjör lykilmaður í liði PSG áður en menn á borð við Lucas Moura, Ezequiel Lavezzi, David Beckham og Zlatan Ibrahimovic voru fengnir til félagsins.

Nene lék svo átta leiki með West Ham 2015, en þá var hann 34 ára gamall, og skipti svo aftur í brasilíska boltann þar sem hann hefur verið í fullu fjöri undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner