Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. júlí 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Nöfnin sem stækkuðu á EM - Menn að færa sig um set?
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Renato Sanches í leik með Lille.
Renato Sanches í leik með Lille.
Mynd: Getty Images
Patrik Schick.
Patrik Schick.
Mynd: EPA
Denzel Dumfries.
Denzel Dumfries.
Mynd: EPA
Manuel Locatelli.
Manuel Locatelli.
Mynd: EPA
BBC skoðaði átta leikmenn sem urðu talsvert stærri nöfn eftir EM alls staðar. Hvar spila þessir leikmenn og gætu þeir fært sig um set og farið í nýtt félagslið?

Alexander Isak (Svíþjóð)
Skoraði sautján mörk fyrir spænska liðið Real Sociedad á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að þessi 21 árs leikmaður hafi ekki skorað á EM þá sýndi hann gríðarleg gæði.

Hefur verið orðaður við Chelsea og Arsenal. Þá hefur verið talað um áhuga frá Real Madrid. Hann gerði hinsvegar nýjan samning við Sociedad nýlega.

Renato Sanches (Portúgal)
Flott frammistaða á miðju potúgalska liðsins. Þessi 23 ára leikmaður vann franska meistaratitilinn með Lille á síðasta tímabili.

Hann spilaði eitt sinn með Swansea á lánssamningi og hefur verið orðaður við endurkomu í úrvalsdeildina. Meðal annars við Liverpool til að fylla skarð Georginio Wijnaldum.



Mikkel Damsgaard (Danmörk)
Kom inn í danska liðið við skelfilegar aðstæður eftir að Christian Eriksen fór í hjartastopp. Þessi 21 árs leikmaður Sampdoria skoraði tvívegis á EM, annað markið var úr aukaspyrnunni gegn Englandi.

Damsgaard hefur verið orðaður við Real Madrid og þá hefur verið orðrómur um áhuga frá Liverpool.

Patrik Schick (Tékkland)
Skoraði fimm mörk á EM, þar á meðal mark mótsins gegn Skotlandi. Þessi 25 ára leikmaður skoraði þrettán mörk fyrir Bayer Leverkusen á síðasta tímabili.

Schick hefur verið orðaður við West Ham þar sem landar hans Tomas Soucek og Vladimir Coufal.

Denzel Dumfries (Holland)
Þessi 25 ára hægri bakvörður skoraði í fyrstu tveimur leikjum Hollands á mótinu, hann gerði sigurmarkið gegn Úkraínu.

Rafael Benítez, nýr stjóri Everton, er sagður vilja fá þennan fyrirliða PSV Eindhoven.



Robin Gosens (Þýskaland)
Vængbakvörðurinn Gosens skoraði tólf mörk þegar Atalanta endaði í þriðja sæti í ítölsku A-deildinni. Hann var magnaður fyrir Þjóðverja gegn Portúgal í riðlakeppninni, tvö mörk og stoðsending.

Leicester ku hafa áhuga á þessum 27 ára leikmanni.

Manuel Locatelli (Ítalía)
Byrjaði mótið í stað Marco Verratti sem var meiddur í upphafi. Heillaði með því að skora gegn Tyrklandi og Sviss. Þessi 23 ára leikmaður hefur verið hjá Sassuolo síðan 2019.

Gæti fært sig um set en Arsenal og Juventus vilja fá hann.

Pedri (Spánn)
Þessi 18 ára leikmaður Barcelona var valinn ungi leikmaður mótsins af UEFA en stjarna hans skein skært þegar Spánn komst í undanúrslitin. Þessi spennandi strákur spilaði 52 leiki á fyrsta tímabili fyrir Barca og álagið heldur áfram með ferð á Ólympíuleikana í Tókýó.

Hann er með riftunarákvæði upp á 340 milljónir punda. Er hann á förum frá Barcelona? Líkurnar á því eru nákvæmlega engar.
Athugasemdir
banner
banner
banner