Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. júlí 2021 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Valerenga náði í stig gegn LSK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lilleström 1 - 1 Vålerenga
1-0 M. Lofwenius ('20)
1-1 C. Ildhusoy ('80)

Miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn er Vålerenga heimsótti Lilleström í toppbaráttu norska boltans.

Lilleström tók forystuna í fyrri hálfleik en Vålerenga náði tökum á leiknum og fékk Amanda Andradóttir að spreyta sig á 70. mínútu. Tíu mínútum síðar kom langþráð jöfnunarmark eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.

Lokatölur urðu 1-1 og deila liðin þriðja sæti norsku deildarinnar sem stendur.

LSK og Vålerenga eru meðal fjögurra liða sem hafa stungið restina af deildinni af á upphafi tímabils, en þau hafa bæði tapað gegn toppliðunum tveimur Rosenborg og Sandviken.
Athugasemdir
banner
banner