Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. júlí 2021 12:15
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu hvernig allt fór í skrúfuna á Wembley - UEFA með rannsókn
Lögreglan stöðvar slagsmál rétt hjá Wembley í kringum leikinn á sunnudag.
Lögreglan stöðvar slagsmál rétt hjá Wembley í kringum leikinn á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá frábæra fréttaskýringu BBC þar sem fjallað er um ólætin og vandræðaganginn í kringum úrslitaleik EM alls staðar sem fram fór á Wembley á sunnudaginn.

UEFA er með framkvæmd leiksins í skoðun en stuðningsmenn lentu í áflogum við öryggisverði og lögreglufólk þegar þeir reyndu að brjóta sér leið inn á völlinn.

Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur beðið þá sem áttu miða á leikinn afsökunar og segir að öryggisverðir hafi aldrei séð nokkuð þessu líkt.

England tapaði úrslitaleiknum gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni.

Enska knattspyrnusambandið hefur fengið á sig fjórar ákærur frá UEFA vegna hegðunar stuðningsmanna á leiknum. Þær eru vegna vanvirðingar við þjóðsöng Ítalíu, boðflennu sem hljóp inn á völlinn, hlutum sem var grýtt og flugeldum.

Auk þess er UEFA að rannsaka hegðun stuðningsmanna innan og utan vallarins. Fjölmargar drukknar boltabullur reyndu að komast inn á völlinn án þess að vera með miða og einhverjir aðilar náðu því markmiði sínu.

Talað er um að vandræðagangurinn í kringum leikinn muni líklega hafa neikvæð áhrif á möguleika Englendinga þegar þeir sækja um að halda fótboltaviðburði í framtíðinni.


Athugasemdir
banner
banner