Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. ágúst 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt á suðurpunkti hjá Chelsea - Conte reiður út í Fabregas
Mynd: Getty Images
Helgin var ekki góð fyrir Chelsea og þessi vika hefur ekki farið vel af stað ef marka má frétt hjá The Times í dag.

Samkvæmt frétt Times er allt á suðurpunkti hjá félaginu.

Samband knattspyrnustjórans Antonio Conte við leikmenn Chelsea er víst ekki upp á það besta. Meðferð hans á Diego Costa hefur vakið mikla athygli og nú er hann sagður brjálaður út í Cesc Fabregas.

Hann er ósáttur með að Fabregas skyldi láta reka sig út af undir lok leiksins gegn Burnley, sem Chelsea tapaði 3-2.

„Antonio Conte er brjálaður út í Fabregas vegna agaleysis hans gegn Burnley. Hann bað leikmenn um að sýna aga í hálfleiksræðu sinni, þar sem þeir voru einum manni færri, og hann er alls ekki sáttur með það að Fabregas hafi látið reka sig út af," segir í frétt Times.

Fabregas verður í banni í næsta leik Chelsea, en það er spurning hvort hann muni komast aftur í liðið eftir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner