Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
2. deild kvenna: Augnablik burstaði Fjarðabyggð/Hött/Leikni
Augnablik raðaði inn mörkunum fyrir austan í dag.
Augnablik raðaði inn mörkunum fyrir austan í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einn leikur fór fram í 2. deild kvenna í kvöld þar sem Augnablik kíkti austur á Vilhjálmsvöll og mætti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis.

Gestirnir voru í miklu stuði í dag og voru komnar þremur mörkum yfir eftir einungis 17 mínútur. Jóhanna Lind Stefánsdóttir minnkaði muninn fyrir heimakonur en Augnablik bætti einu marki við fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik hélt Augnablik uppteknum hætti og bætti við fimm mörkum. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir átti frábæran leik og skoraði fjögur af mörkum Augnabliks í dag.

Augnablik er eftir sigurinn í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Tindastól og eiga auk þess leik til góða. Sameiginlegt liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis er hinsvegar í 6. sæti deildarinnar af 8 liðum með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner