Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. ágúst 2018 11:00
Fótbolti.net
Hófið - Sprellimark, danska og dómaratuð
Leikmenn FH og ÍBV mæta til leiks.
Leikmenn FH og ÍBV mæta til leiks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nýja gervigrasið var loksins notað í Árbænum!
Nýja gervigrasið var loksins notað í Árbænum!
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þessir eru með allt á hreinu.
Þessir eru með allt á hreinu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sindri og félagar gerðu góða ferð í Kaplakrika.
Sindri og félagar gerðu góða ferð í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sölvi Geir Ottesen er meiddur en er í liðsstjórn Víkinga á meðan.
Sölvi Geir Ottesen er meiddur en er í liðsstjórn Víkinga á meðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur, Breiðablik og Stjarnan unnu öll í 16. umferð. Liðin þrjú sem eru í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík heldur áfram að tapa og spurning er hvaða lið fylgir þeim niður? Hér er lokahóf 16. umferðar.

Það sem Lucas lærði: Eftir hverja umferð gefur Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, sitt álit á því sem stóð upp úr.

„Öll þrjú toppliðin neita að haggast, þau eru læst í þriggja liða titilbaráttu. Í liðinni umferð sýndu þau af hverju þau eru á undan FH og KR á þessu ári. Það lítur út fyrir að deildin ráðist á innbyrðis stórleikjunum og Breiðablik mætir núna Val (h) og Stjörnunni (ú). Sigur í báðum leikjum og Blikar vinna fyrsta titil sinn síðan 2010. Það er frábært að sjá Val aftur fara að raða inn mörkum (þó það hafi þurft að koma gegn Grindavík). Það lofar mjög góðu fyrir leikinn gegn Sheriff á fimmtudag."

„Leikmaður umferðarinnar? Að mínu mati Gísli Eyjólfsson. Allt snýst um titilbaráttuna núna og Gísli hefur verið magnaður fyrir sitt lið. Á eðlilegu tímabili, þar sem Hilmar Árni skorar ekki á fimm mínútna fresti, væri hann MVP (verðmætasti leikmaður) deildarinnar. Enn aðeins 24 ára og hann á bjarta framtíð. Ég sé hann bara bæta sig. Annar leikmaður sem átti frábæra umferð, þrátt fyrir að vera á hinum enda ferilsins, er Gunnar Heiðar. Endurtók hetjulega frammistöðu sína gegn FH í bikarúrslitunum í fyrra og skilaði þessum þremur stigum til Vestmannaeyja. Áhugaverð ummæli hans um að samningurinn væri að renna út. Hann er 36 ára og er enn að nýtast vel. Gæti hann spilað fyrir annað félag en ÍBV í Pepsi?"

„Ég get ekki beðið eftir næstu tveimur umferðum. Stjarnan á erfiðan útileik gegn Grindavík (á eina vellinum þar sem Valur hefur tapað í ár) og svo eru stórleikirnir sem ég nefndi á undan. Það hafa verið nokkrir leiðinlegir leikir í deildinni að undanförnu en við fáum einhverja sögulega leiki á lokasprettinum. Breiðablik, Stjarnan, Valur - hvaða lið vinnur?"

Leikur umferðarinnar: Það eru of margir leiðinlegir leikir í Pepsi-deildinni en viðureign Víkings og Breiðabliks fer ekki í þann flokk! Fimm mörk og eitt rautt spjald (rauðu spjöldin hefðu vel getað orðið fleiri) í áhugaverðum leik. Viktor Örn Margeirsson henti í tvö fyrstu mörk sín í efstu deild. 3-2 sigur Blika.
Lestu skýrsluna.

Sprellimark umferðarinnar: Annað mark Blika
Víkingar litu vel út til að byrja með gegn Blikum. Castillion (já hann skoraði í alvöru) kom Víkingi yfir en svo ákváðu Fossvogsstrákarnir að ýta á sprellitakkann og lentu undir eins og hendi væri veifað. Willum Þór Willumsson fékk mark á silfurfati og maður hugsaði: „Lið sem fá svona mörk á sig, þau falla".

EKKI lið umferðarinnar:
Grindvíkingar fengu skell gegn Víkingum og FH tapaði á heimavelli gegn ÍBV. Það er af nægu að taka í EKKI liðinu. Keflavík bara með einn mann? Já við vorkennum þeim...


Kjáni umferðarinnar: Gunnlaugur Fannar, leikmaður Víkings. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir dómaratuð í lok leiks. Æi.

Dómari umferðarinnar: Helgi Mikael fékk verðskuldaða 9 fyrir flautuleik í viðureign Fylkis og Stjörnunnar (0-2). Erfiður leikur að dæma og margir leikmenn voru pirraðir... en þegar öllu var á botninn hvolft voru dómararnir með stóru atriðin á hreinu.

Hamingjuóskir umferðarinnar: Loksins loksins sluppu Fylkismenn út úr Egilshöllinni. Gervigrasið er klárt á Floridana-vellinum en heimamenn eru sárir að hafa ekki fengið meira út úr frumsýningarveislunni. Hvar eru samt trén sem voru fjær stúkunni? Þeirra er sárt saknað og svæðið of berskjaldað án þeirra.

Hraðahindrun umferðarinnar: Hvar varst þú þegar Hilmar Árni klúðraði víti? Já allt getur gerst og bogalist Hilmars brást. Sem betur fer fyrir Stjörnumenn skipti það ekki öll máli... stigin þrjú fóru í Garðabæinn.

Rúnar ekki vinstri sinnaður! Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var með tvo örvfætta bakverði í síðari hálfleik gegn Fylki. Jóhann Laxdal var tekinn af velli í hálfleik og þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson og Jósef Kristinn Jósefsson voru bakverðir. Eftir leik var Rúnar Páll spurður að því hvort hann væri svona vinstri sinnaður og hann var fljótur að svara: „Fyrst og fremst er ég ekki vinstri sinnaður, það er nokkuð ljóst," sagði Rúnar léttur.

Fagn umferðarinnar: Stuðningsmenn Keflavíkur hafa ekki fagnað oft í sumar. En þeir fögnuðu þegar leikmaður þeirra liðs var tekinn af velli í 0-3 tapi gegn KA. Lesa nánar.

Góð umferð fyrir...
- Eyjamenn sem svöruðu eftir dapran Þjóðhátíðarleik. Sigur gegn Keflavík í næsta leik fer langt með að innsigla áframhaldandi veru í deildinni.

- Patrick Pedersen og Valsmenn. Engin Evrópuþreyta og þeir rúlluðu yfir Grindvíkinga þar sem sá danski skoraði þrennu. Fór svo í viðtal á dönsku!.

- Guðmund Stein Hafsteinsson. Kom inn af bekknum og breytti gangi mála hjá Stjörnunni sem átti í miklu basli með að brjóta ísinn.

- Eðvarð Eðvarðsson aðstoðardómara. Dæmdi að boltinn hefði verið farinn út af áður en KR náði að koma honum í markið. Í Pepsi-mörkunum sást að dómurinn var réttur. Leikar enduðu 0-0.

Vond umferð fyrir:
- Ólaf Kristjánsson og hans brothætta FH-lið. Fáir í stúkunni og stemningsleysið er líka innan vallar. Evrópusæti í hættu, er starf Ólafs í hættu?

- Skemmtanagildið. Leikirnir tveir í gærkvöldi voru skemmtilegir en mikið vantaði upp á stuðið á sunnudaginn. Of mörg lið í deildinni liggja til baka og of margir leikir eru leiðinlegir.

- Sóknarleikmenn Fjölnis. Fyrir utan Keflavík hefur Fjölnir skorað fæst mörk. Lítið fjör í Fjölni.

Twitter #Fotboltinet

Athugasemdir
banner
banner