Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. ágúst 2018 11:34
Elvar Geir Magnússon
Barnsley sendi stuðningsmanni frábært bréf - „Þú styður okkur og við styðjum þig"
Barnsley leikur í ensku C-deildinni.
Barnsley leikur í ensku C-deildinni.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltafélagið Barnsley hefur hlotið verðskuldað lof fyrir bréf sem það sendi stuðningsmanni sínum, manni sem ber nafnið Chris.

Framkvæmdastjóri Barnsley ritaði bréfið til Chris og þar segist hann hafa tekið eftir því í gegnum samfélagsmiðla að hann hafi átt erfiða tíma að undanförnu, þó félagið sé ekki meðvitað um hvað ami að.

„Þú hefur verið stuðningsmaður félagsins í mörg ár og alltaf sýnt okkur stuðning. Við viljum því fá að vita hvort við getum ekki stutt þig. Þú ert velkominn til okkar hvenær sem þú vilt. Dyrnar að skrifstofu minni eru alltaf opnar og loksins fengum við nýja kaffivél. Þökkum Alfie Mawson fyrir það!" segir í bréfinu. (Barnsley fékk uppeldisbætur fyrir Mawson þegar Fulham keypti hann frá Swansea í sumar).

Þá er Christ bent á MIND samtökin sem einbeita sér að andlegri heilsu fólks.

Bréfið má sjá hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner