Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 09:20
Elvar Geir Magnússon
Enski deildabikarinn fer af stað í kvöld - Engar framlengingar
Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa heimsækja Yeovil í kvöld.
Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa heimsækja Yeovil í kvöld.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn verður á Wembley að vanda.
Úrslitaleikurinn verður á Wembley að vanda.
Mynd: Getty Images
VAR verður notað í fjölda leikja.
VAR verður notað í fjölda leikja.
Mynd: Getty Images
Enski deildabikarinn 2018-19, Caraboa Cup eins og hann heitir núna, fer af stað í kvöld með fjölda leikja um allt England.

Búið er að endurskoða reglur keppninnar en hér förum við yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á fyrirkomulaginu.

Engar framlengingar
Stærsta breytingin á keppninni að þessu sinni er að framlengingar hafa verið lagðar niður. Ef staðan er jöfn að loknum 90 mínútum er farið beint í vítaspyrnukeppni.

Vonast er til þess að breytingin minnki áhyggjur félaga af álagi og geri það að verkum að stærri félög tefli fram sterkari liðum.

ABBA verður aftur ABAB
Á síðasta tímabili var ABBA fyrirkomulagið í vítaspyrnukeppnum notað í tilraunaskyni í deildabikarnum. Það er þannig að lið sem tekur spyrnu tvö tekur tvær spyrnur í röð og hitt liðið gerir svo slíkt hið sama þar á eftir.

Talið er að ABBA fyrirkomulagið hafi valdið ruglingi meðal stuðningsmanna og því er aftur farið í gamla góða ABAB kerfið.

Liðin ekki flokkuð
Þar til á þessu tímabili hafa liðin verið flokkuð í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Því hefur verið breytt og geta lið úr öllum deildum mæst.

Gul spjöld hafa ekki áhrif á deildina
Söfnun gulra spjalda í deildabikarnum hefur hingað til getað leitt til leikbanns í deildarleikjum. Fimm gul í öllum keppnum þýtt eins leiks bann.

Nú munu gulu spjöldin í deildabikarnum aðeins hafa áhrif á leikbönn í deildabikarnum.

VAR notað í keppninni
VAR myndbandsdómgæslan var notuð í undanúrslitum og úrslitaleiknum á síðasta tímabili. Að þessu sinni verður VAR notað í öllum leikjum keppninnar sem fram fara á úrvalsdeildarvöllum.

Leikir kvöldsins:
18:30 Nottingham Forest -Bury
18:45 Blackpool -Barnsley
18:45 Bristol City - Plymouth Argyle
18:45 Bristol Rovers - Crawley Town
18:45 Cambridge United - Newport County
18:45 Carlisle United - Blackburn Rovers
18:45 Cheltenham Town - Colchester United
18:45 Crewe Alexandra - Fleetwood Town
18:45 Exeter City - Ipswich Town
18:45 Grimsby Town - Rochdale
18:45 Leeds United - Bolton Wanderers
18:45 Macclesfield Town - Bradford City
18:45 Mansfield Town - Accrington Stanley
18:45 Middlesbrough - Notts County
18:45 Millwall - Gillingham
18:45 Milton Keynes Dons - Charlton Athletic
18:45 Norwich City - Stevenage
18:45 Oldham Athleti - Derby County
18:45 Oxford United? - Coventry City
18:45 Port Vale - Lincoln City
18:45 Portsmouth - AFC Wimbledon
18:45 Preston North End - Morecambe
18:45 Queens Park Rangers - Peterborough United
18:45 Rotherham United - Wigan Athletic
18:45 Scunthorpe United - Doncaster Rovers
18:45 Sheffield United -Hull City
18:45 Shrewsbury Town - Burton Albion
18:45 Southend United? - Brentford
18:45 Swindon Town - Forest Green Rovers
18:45 Tranmere Rovers - Walsall
18:45 Wycombe Wanderers -Northampton Town
18:45 Yeovil Town? - Aston Villa
19:00 Reading - Birmingham City
19:00 West Bromwich Albion - Luton Town
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner