Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. ágúst 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Godin, Koke, Griezmann og Juanfran valdir fyrirliðar Atletico
Reynsluboltinn Godin verður með bandið í vetur.
Reynsluboltinn Godin verður með bandið í vetur.
Mynd: Getty Images
Eftir brotthvarf Gabi frá Atletico Madrid hefur félagið staðfest hvorki meira né minna en fjóra nýja fyrirliða liðsins, þar á meðal Antoine Griezmann.

Frakkinn sem hjálpaði landsliði sínu að vinna Heimsmeistaramótið í sumar hefur verið valinn í hóp fjögurra einstaklinga sem geta borið bandið á þessari leiktíð.

Varnarmaðurinn Diego Godin verður aðal fyrirliði liðsins eftir að hafa samþykkt nýjan samning hjá félaginu en orðrómar voru uppi um að hann myndi ganga til liðs við Juventus.

Að vera fyrirliði hjá þessu liði er ánægjulegt, fyllir mig stolti og jafnframt aukinni ábyrgð. Ég er búinn að tala við Gabi um þetta, við hefðum viljað hafa hann hjá okkur,” sagði Godin.

Mín persónulegu markmið eru þau sömu og hjá liðinu, meistaradeildin er draumur klúbbsins, markmiðið er að bæta frammistöðu síðasta árs.”

Koke verður varafyrirliði og þá munu þeir Griezmann og Juanfran einnig stíga upp í ábyrgðarhlutverkum sé þess þörf.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner