Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 20:36
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso: Dramatískar lokamínútur er Njarðvík sigraði Hauka
Njarðvík nældi í þrjú dýrmæt stig í kvöld.
Njarðvík nældi í þrjú dýrmæt stig í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Síðasta leik dagsins í Inkasso-deild karla er nú lokið þar sem Haukar tóku á móti Njarðvík í alvöru botnbaráttuslag.

Njarðvík byrjaði leikinn betur og skoraði mark snemma leiks sem var dæmt af vegna rangstöðu. Haukamenn vöknuðu við það og áttu nokkur færi en það var hinsvegar Brynjar Freyr Garðarsson sem kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Haukar fengu dauðafæri í kjölfarið en tókst ekki að nýta það.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en á 67. mínútu dró til tíðinda þegar Gunnar Gunnarsson fékk að líta beint rautt spjald eftir að hafa klippt Kenneth Hogg niður sem var við það að sleppa einn í gegn.

Á 87. mínútu kom jöfnunarmarkið. Aron Freyr átti þá skot sem fór í Frans Sigurðsson og í markið. Dramatíkin var þó langt frá því að vera búinn því Njarðvíkingar brunuðu beint í sókn og komust aftur yfir. Arnór Björnsson bauð upp á stórkostleg tilþrif þegar hann hamraði boltanum í slánna og inn.

Sigur Njarðvíkinga staðreynd og þeir fara því heim með þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Haukar nálgast hinsvegar botnsvæðið og útlitið er ekki gott fyrir Hafnfirðingana.

Haukar 1 - 2 Njarðvík
0-1 Brynjar Freyr Garðarsson ('41 )
1-1 Frans Sigurðsson ('87 )
1-2 Arnór Björnsson ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner