Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. ágúst 2018 19:54
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso: ÍA áfram á toppnum - HK og Þór fylgja fast á eftir
Magnaður leikur í Laugardal!
Stefán Teitur skoraði bæði mörk ÍA í dag.
Stefán Teitur skoraði bæði mörk ÍA í dag.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Viktor var frábær í dag og skoraði þrennu.
Viktor var frábær í dag og skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir voru á dagskrá í Inkasso deild karla í kvöld og er fjórum þeirra nú lokið.

ÍA hélt toppsætinu eftir sigur á Fram í dag. Stefán Teitur Þórðarson sá um markaskorunina í dag en hann skoraði tvívegis með fjögurra mínútna millibili.

HK sem missteig sig í síðustu umferð fylgir fast á hæla ÍA eftir sigur á Leiknir R. með tveimur mörkum gegn engu. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik en það fyrra skoraði Zeiko Troy Jahmiko Lewis og Bjarki Aðalsteinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark stuttu síðar.

Það var líf og fjör á Eimskipsvellinum í Laugardal þar sem átta mörk litu dagsins ljós. Þróttur byrjaði frábærlega og var komið í 3-0 eftir einungis tólf mínútur þökk sé þeim Viktor Jónssyni og Daða Bergssyni. Magnamenn minnkuðu muninn en skoruðu svo sjálfsmark rétt fyrir hálfleik og útlitið dökkt fyrir gestina.

Viktor Jónsson fullkomnaði þrennuna í síðari hálfleik. Gunnar Örvar Stefánsson minnkaði muninn fyrir Magna sem komst ekki lengra og 5-3 urðu því lokatölur.

Þá sigraði Þór Akureyri lið ÍR með fimm mörkum gegn tveimur. Þór var tveimur mörkum yfir í hálfleik og hélt uppteknum hætti í þeim síðari, var komið í 4-0 eftir 64 mínútur. ÍR minnkaði muninn en það var svo Jakob Snær Árnason sem kláraði dæmið fyrir heimamenn.

Efstu þrjú liðin voru því öll með sigra í kvöld og það virðist stefna í æsispennandi lokabaráttu um efstu tvö sætin í sumar.

ÍA 2 - 0 Fram
1-0 Stefán Teitur Þórðarson ('59 )
2-0 Stefán Teitur Þórðarson ('63 )

Þór 5 - 2 ÍR
1-0 Alvaro Montejo Calleja ('19 )
2-0 Ignacio Gil Echevarria ('32 )
3-0 Ignacio Gil Echevarria ('54 )
4-0 Alvaro Montejo Calleja ('64 , víti)
4-1 Már Viðarsson ('73 )
4-2 Axel Sigurðarson ('78 )
5-2 Jakob Snær Árnason ('90 )

Þróttur R. 5 - 3 Magni
1-0 Viktor Jónsson ('2 )
2-0 Viktor Jónsson ('3 )
3-0 Daði Bergsson ('12 )
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('33 )
4-1 Jón Alfreð Sigurðsson ('44 , sjálfsmark)
4-2 Kristinn Þór Rósbergsson ('45 )
5-2 Viktor Jónsson ('50 )
5-3 Gunnar Örvar Stefánsson ('61 )

Leiknir R. 0 - 2 HK
0-1 Zeiko Troy Jahmiko Lewis ('28 )
0-2 Bjarki Aðalsteinsson ('34 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner