Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso-kvenna: Sindri með sinn fyrsta sigur í sumar
Sindri sigraði sinn fyrsta leik í sumar
Sindri sigraði sinn fyrsta leik í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einn leikur var á dagskrá í Inkasso deild kvenna í dag þar sem að óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Heimakonur í Sindra unnu þá frábæran sigur á Aftureldingu/Fram. Gestirnir fengu vítaspyrnu á 26. mínútu en Valdísi Ósk Sigurðardóttur brást bogalistinn á punktinum og staðan markalaus í hálfleik.

Sindri átti frábæran kafla um miðjan síðari hálfleik og skoraði tvö mörk á einungis þremur mínum. Þar voru að verki þær Monique Goncalves og Nicole C. Maher. Afturelding/Fram minnkaði muninn með marki frá Filippu Karlberg en nær komust gestirnir ekki og sigur Sindra staðreynd.

Þetta var fyrsti sigurleikur Sindra í sumar sem eru nú komnar með 4 stig en eru áfram í botnsæti deildarinnar. Afturelding/Fram er tveimur sætum ofar, í því áttunda með 11 stig eftir 12 umferðir.

Athugasemdir
banner
banner
banner